Til að leiðrétta ranga innkaupafærslu skal nota birgðaendurflokkunarbókina til að tengja nýju færsluna við upprunalegu innkaupafærsluna, þannig er tryggt að réttur kostnaður finnist þegar verðmæti birgða er kannað.
Að leiðrétta kóta víddargildis í birgðabókafærslu fyrir innkaup:
Í reitnum Leit skal færa inn Birgðaendurflokkunarbók og veljið síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Birgðaendurflokkunarbók er fyllt í reitina í fyrstu línuna sem er auð. Til að fá hjálp við tiltekinn reit er hann valinn og stutt á F1.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Lína, skal velja Víddir.
Fylla inn í reitina eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur Lýsing Víddarkóti
Rangi víddarkótinn eða rangi víddargildiskótinn er valinn.
Gildiskóti víddar
Veljið kóta ranga víddargildisins.
Nýr víddargildiskóti
Ef rétt víddargildi tilheyrir enn sama víddarkóta og rangt víddargildi skal velja kótann fyrir rétt víddargildi.
Ef rétt víddargildi tilheyrir öðrum víddarkóta skal ekki fylla út í reitinn. Færa inn nýja línu með réttri vídd og nýju réttu víddargildi.
Á flipanum Heim veljið Bóka til að bóka færslubókina.
Til athugunar |
---|
Ef nýtt, rétt víddargildi tilheyrir sömu vídd og rangt víddargildi skal aðeins færa inn eina línu í glugganum Birgðabókarlína . Ef það tilheyrir annarri vídd færið inn tvær línur. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |