Hægt er að skilgreina og sérstilla nýtt fyrirtæki sem búið var til. Til að fínstilla innleiðinguna framkvæmirðu grunnstillinguna þína í þremur skrefum. Í fyrri áfanganum er grunnstillingarpakkinn fluttur inn, sem er a.rapidstart-skrá sem hefur verið vistuð. Skráin inniheldur grunnstillingarupplýsingar. Í öðrum áfanganum er grunnstillingarupplýsingum breytt og þær notaðar á nýja fyrirtækið. Í loka áfanganum, er hægt að fara yfir og laga villur.

Eftirfarandi ferli gera ráð fyrir að grunnstillingarpakkar hafi verið stofnaðir og vistaðir. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að búa til grunnstillingarpakka.

Til athugunar
Áður en eftirfarandi aðgerðir eru innleiddar, skal notandi tryggja að nýja fyrirtækið sé frumstillt og opnað og að notandi sé á RapidStart-þjónusta Mitt hlutverk. Til að breyta heimasíðunni fyrir Mitt hlutverki, sjá Hvernig á að breyta Mínu hlutverki. Velja RapidStart forstillingarkenni.

Til að flytja inn grunnstillingarpakka.

  1. Nýja fyrirtækið er opnað í Microsoft Dynamics NAV Windows biðlari.

  2. Í reitnum Leit skal færa inn Grunnstillingarpakka og velja síðan viðkomandi tengil.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Pakkar veljið Flytja inn pakka.

  4. Farið er í staðsetninguna þar sem .rapidstart grunnstillingarpakkaskrárinnar var vistuð Velja hnappinn Opna.

  5. Í reitinn Leita skal færa inn Stofngögn og velja síðan viðkomandi tengi. Færa inn upplýsingar um fyrirtækið í upplýsingakorti fyrirtækisins. Hafa upplýsingar með eins og bankaupplýsingar. Einnig er hægt setja inn lógó fyrirtækisins.

Allar töflurnar sem búið er að tákna að verði teknar með í nýja fyrirtækinu eru fluttar inn. Á þessum tímapunkti er hægt að jafna pakkagögn í gagnagrunninn eða leiðrétta og breyta töflugögnum til að uppfylla lýsingar viðskiptamanns.

Til að nota pakkagögn

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Grunnstillingarvinnublað og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Veljið töflu sem á að breyta gögnum fyrir og því næst Nota gögn úr flokknum Aðgerðir á flipanum Aðgerðir. Velja til að staðfesta jöfnun.

  3. Til að staðfesta að gögnin séu nú í gagnagrunninum og að jöfnunin hafi tekist skal fara aftur í gluggann Vinnublað. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt skal velja Gagnagrunnsgögn.

    Til athugunar
    Eftir að gögn hafa verið notuð, er aðeins hægt að skoða þau í gagnagrunninum. Hún er ekki lengur í pakkanum.

Til að breyta og nota gögn pakka

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Grunnstillingarvinnublað og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Veljið töflu sem á að breyta gögnum fyrir og því næst Pakkagögn úr flokknum Sýna á flipanum Aðgerðir.

  3. Glugginn Stilla pakkafærslur opnast. Gera skal breytingarnar. Til dæmis er hægt að eyða valkostum sem eiga ekki við.

  4. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Nota gögn. Velja hnappinn Í lagi.

  5. Til að staðfesta að gögnin séu nú í gagnagrunninum og að jöfnunin hafi tekist skal fara aftur í gluggann Vinnublað. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt skal velja Gagnagrunnsgögn.

Ákveðnar villugerðir geta komið upp þegar gögn eru notuð á gagnagrunn. Algengasta villan er að innifela ekki allar tengdar töflur sem eru nauðsynlegar. Til að laga þetta þarf að fara aftur í skilgreiningarvinnublaðið.

Til þess að finna og auðkenna skilgreiningarvillu

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Grunnstillingarpakka og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Veljið pakkann sem á að skoða af listanum. Á flipanum Heim í flokknum Stjórna skal velja Breyta.

    Allar töflur sem er með villur eru auðkenndar. Fjölda pakkavillna birtist í reitnum Fjöldi pakkavillna.

  3. Velja reitinn Fj. sendingarvillna til að opna gluggann Pakkafærslur grunnstillingar.

    Færslurnar með villum eru birtar.

Til að laga villu

  1. Opna fyrirtækið sem grunnstillingapakkinn er byggður á.

  2. Í reitnum Leit skal færa inn Grunnstillingarvinnublað og velja síðan viðkomandi tengil.

  3. Laga villur og bæta tengdar töflur sem vantar á vinnublaðið.

  4. Bæta töflum við fyrirliggjandi grunnstillingarpakka eða stofna nýjan pakka sem aðeins inniheldur nýju töfluna. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að búa til grunnstillingarpakka.

  5. Enduropna skal nýja fyrirtækið sem verið er að grunnstilla.

  6. Flytja inn grunnstillingarpakka.

    Til athugunar
    Ef sami pakki er fluttur inn aftur kann að skrifast yfir breytingar sem þegar hafa verið gerðar á gögnum. Af þeirri ástæðu gæti verið ráðlegt að setja nýjar töflur í nýja pakka og flytja þá inn í staðinn.

  7. Nota gögnin í gagnagrunninum.

Ábending

Sjá einnig