Ef framleiðslupöntunarlínunum hefur verið breytt þarf einnig að endurnýja íhluti framleiðslupöntunarinnar.
Eftirfarandi aðferð sýnir hvernig íhlutirnir eru reiknaðir fyrir fastáætlaða framleiðslupöntun. Þetta má einnig framkvæma fyrir framl.pantanir með mismunandi stöðu.
Framleiðslupöntunaríhlutir reiknaðir:
Í reitnum Leit skal færa inn Fastáætluð pöntunarlína og velja síðan viðkomandi tengil.
Viðeigandi fastáætluð framleiðslupöntun er opnuð úr listanum.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Endurnýja. Glugginn Endurnýja framleiðslupöntun opnast.
Gildandi framleiðslupöntun hefur verið valin sem sjálfgefin á flipanum Framleiðslupöntun.
Eftirfarandi tafla lýsir tiltækum valkostum fyrir þessa keyrslu.
Valkostur Val Lýsing Stefna tímasetningar
Framvirk
Reiturinn hefur engin áhrif á niðurstöðuna.
Afturvirk
Reiturinn hefur engin áhrif á niðurstöðuna.
Reikna
Línur
Reiturinn þarf að vera auður til að varðveita gildandi framl.pöntunarlínu.
Leiðir
Reiturinn hefur engin áhrif á niðurstöðuna.
Íhlutaþörf
Veljið þennan reit til að reikna íhlutaþörf.
Vöruhús
Stofna innleiðarbeiðni
Reiturinn hefur engin áhrif á niðurstöðuna.
Velja Í lagi til að staðfesta valið. Íhlutir framleiðslupöntunarinnar eru endurnýjaðir.
Til athugunar |
---|
Þegar framl.pöntunaríhlutir eru reiknaður eyðast fyrri breytingar á íhlutunum. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |