Ef settur hefur verið upp mikill fjöldi innkaupapantana er kostur að bóka þær með keyrslu í forritinu. Hægt er að bóka þær að nóttu til eða á öðrum hentugum tíma.

Fjöldabókanir reikninga og kreditreikninga virka eins og fyrir pantanir.

Fjöldabóka innkaupapantanir, reikninga og kreditreikninga:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Sölupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Fjöldabóka. Keyrslubeiðnaglugginn opnast.

  3. Tilgreina þarf skilyrði fyrir keyrsluna.

  4. Á flýtiflipanum Innkaupapöntun er hægt að stilla afmörkun til að velja ákveðin pöntunarnúmer eða röð af pöntunarnúmerum fyrir keyrsluna.

  5. Velja hnappinn Í lagi.

    Þegar keyrslunni er lokið birtast skilaboð um hversu margar pantanir hafa verið bókaðar. Ef einhverjar pantanir hafa ekki verið bókaðar er það vegna villna eða ónógra upplýsinga um pantanirnar. Þá verður að athuga hvers vegna þær hafa ekki bókast. Hægt er að gera þetta með því að keyra prófunarskýrsluna.

Mikilvægt
Ef fjöldabókunin hefur að geyma bæði pantanir til móttöku og pantanir til reikningsfærslu þarf að ganga úr skugga um að reitirnir Magn til móttöku og Magn til reikningsf. á pöntununum hafi rétt magn t.d. 0 áður en bókað er. Í keyrslubeðnisglugganum veljið Móttaka og Reikningur gátreiti.

Ef til dæmis átta einingar hafa verið mótteknar af 25 eininga pöntun, eru átta einingarnar reikningsfærðar og 12 einingar til viðbótar verða mótteknar.

Ábending

Sjá einnig