Opnið gluggann Fjöldabóka innkaupareikninga.
Bókar marga innkaupareikninga í einu. Hún getur verið gagnleg ef þarf að bóka marga innkaupareikninga. Áður en keyrslan er sett í gang þarf að velja þá reikninga sem eiga að bókast.
Mikilvægt |
---|
Brýnt er að færa inn allar nauðsynlegar upplýsingar á innkaupareikningunum áður en þeir eru fjöldabókaðar. Annars er ekki víst að þær bókist. Þegar fjöldabókun er lokið birtast skilaboð um hve margir innkaupareikninganna voru bókaðir (til dæmis 9 af 10). |
Valkostir
Bókunardags.: Hér er skráð dagsetningin sem kerfið notar sem dagsetningu fylgiskjals og/eða bókunar þegar bókað er ef annar hvor eða báðir eftirfarandi reitir eru merktir með gátmerki.
Ef engin bókunardagsetning eða fylgiskjalsdagsetning er á fylgiskjali er dagsetningin í þessum reit notuð jafnvel þótt ekkert gátmerki sé í viðeigandi reit.
Endursetja bókunardags.: Gátmerki er sett í reitinn ef á að endursetja bókunardagsetningu innkaupareikninga með dagsetningunni í reitnum hér að ofan.
Endursetja dagsetningu fylgiskjals: Gátmerki er sett í reitinn ef á að skrifa yfir fylgiskjalsdagsetningu innkaupareikninganna með dagsetningunni í reitnum Bókunardags.
Reikna reikn.afsl.: Gátmerki er sett í þennan reit ef reikningsafsláttur á að reiknast sjálfkrafa á innkaupareikninga áður en bókað er.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |