Hægt er að bæta gestum við verkefni af gerðinni Fundur, þegar það hefur verið stofnað, með því að nota leiðsagnarforritið Stofna verkefni.

Gesti er aðeins hægt að fjarlægja á spjaldinu Skipuleggjandi verkefnis.

Til að bæta gestum við fund:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Sölumenn og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Sölumenn veljið sölumanninn sem skipulagði verkefnið sem bæta á gestum við.

  3. Á spjaldinu Sölumaður/innkaupaaðili, á flipanum Færsluleit, í flokknum Sölumaður, skal velja Verkefni.

  4. Í glugganum Verkefnalisti er valið verkefnið sem bæta á gestum við.

  5. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Verkefni, skal velja Gestaáætlun.

  6. Fylla inn í línur fyrir hvern gest sem á að bjóða.

    Til athugunar
    Ef nýr gestur á að fá fundarboð er gátreiturinn Senda fundarboð valinn fyrir hann.

  7. Á flýtiflipanum Samskipti skal færa inn Kóta samskiptasniðmáts, ef þörf krefur.

  8. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Senda boð. Ef ekki á að senda fundarboð skal velja hnappinn Í lagi.

Ábending

Sjá einnig