Þegar dæmigerð þjónusta er framkvæmd er oft nauðsynlegt að stofna þjónustuskjöl sem nota þjónustulínur sem innihalda sams konar upplýsingar. Til þess að betrumbæta ferlið við að skrá nýjar þjónustulínur er hægt að nota staðlaða þjónustukóta til þess að láta forritið færa inn sjálfkrafa fyrirframskilgreint safn af línum.
Hægt er að setja upp ótakmarkaðan fjölda staðlaðra þjónustukóta. Hver þjónustukóti getur haft ótakmarkaðan fjölda af þjónustulínum af mismunandi tegundum, vöru, forða, kostnað eða staðlaða textann tengda við þá. Þjónustulínur fyrir hvern staðlaðan þjónustukóta má stofna í glugganum Staðlað þjónustukótaspjald . Hægt er að úthluta stöðluðum þjónustukótum til þjónustuvöruflokka í glugganum Fl.kótar staðlaðrar þjónustuvöru.
Seinna, þegar þjónustuskjal er búið til, er hægt að keyra virknina Sækja staðlaða þjónustukóta til þess að láta færa inn þjónustulínur sem tengdar eru hverjum stöðluðum þjónustukóta.