Hugsanlega þarf oft að stofna þjónustuskjöl með þjónustulínum sem innihalda svipaðar upplýsingar. Hægt er að setja línurnar inn sjálfkrafa ef settir eru upp staðlaðir þjónustukótar með tengdum þjónustulínum og þeim er síðan úthlutað til þjónustuvöruhópa.
Stöðluðum þjónustukóta úthlutað til þjónustuvöruhóps
Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustuvöruflokkar og velja síðan viðkomandi tengi.
Veljið línu fyrir tiltekinn þjónustuvöruhóp. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Flokkur, skal velja Fl.kóti staðl. þjón.vöru til að skoða staðlaða þjónustuvörukóta sem úthlutað er þessum þjónustuvöruflokki.
Í reitnum Kóti er valinn þjónustkóti. Ýtt er á færsluhnappinn til að fylla út í reitinn Lýsing.
Skref 3 er endurtekið fyrir hvern kóta sem ætlunin er að úthluta þjónustuvöruhópi. Hægt er að úthluta hverjum þjónustuvöruhópi nokkra staðlaða þjónustukóta.
Skref 2-4 eru endurtekin fyrir alla þjónustuvöruhópana sem ætlunin er að úthluta staðlaða þjónustukóta til.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |