Skilgreinir viðbótargjöld í erlendum gjaldmiðlum fyrir innheimtubréf. Til dæmis er hægt að nota töfluna til að setja upp viðbótargjald að upphæð FRF 100. Hægt er að setja upp viðbótargjöld fyrir innheimtubréf í erlendum gjaldmiðli í öllum þeim gjaldmiðlum sem notandi notar í viðskiptum.
Hægt er að skilgreina mörg viðbótargjöld í erlendum gjaldmiðlum fyrir hvern kóta í glugganum Stig innheimtubréfa. Smellt er á Tengdar upplýsingar og síðan á Gjaldmiðlar. Glugginn Gjaldm. stigs innheimtubréfs opnast. Upplýsingar um gjaldmiðilskóta og viðbótargjald vegna erlends gjaldmiðils eru tilgreindar vegna sérhvers kóta innheimtubréfsstigs og samsvarandi númers innheimtubréfsstigs.
Þegar innheimtubréf eru stofnuð í erlendum gjaldmiðli tekur kerfið mið af þeim skilyrðum sem sett eru um erlendan gjaldmiðil í þessari töflu til að stofna innheimtubréf. Ef engin vaxtaskilyrði fyrir erlenda gjaldmiðla eru sett upp notar kerfið SGM-vaxtaskilyrðin sem sett voru upp í töflunni Stig innheimtubréfs og breytir þeim í viðeigandi gjaldmiðil.