Ef setja á upp alveg nýjan bókhaldslykil eða bæta nýjum reikningum við einhvern sem til er fyrir þarf að setja hvern reikning upp sérstaklega. Þegar settur er upp alveg nýr bókhaldslykill er auðveldara að nota gluggann Bókhaldslykill.

Fjárhagsreikningar settir upp í bókhaldslykilsglugganum

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Bókhaldslykill og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Bókhaldslykill á flipanum Heim skal velja Breyta.

  3. Færa inn reikningsnúmer í reitinn Nr.. Allir reikningar verða að hafa númer.

  4. Reikningsnúmerið er fært í reitinn Heiti.

  5. Í reitnum Rekstur/efnahagur er valinn Rekstrarreikningur eða Efnahagsreikningur, eftir því hvort reikningurinn verður hluti af rekstrarreikningnum eða efnahagsreikningnum.

  6. Gera þarf grein fyrir reikningnum í reitnum Tegund reiknings. Til að sjá valkostina skal velja reitinn. Aðeins fyrsta tegundin, Bókun táknar reikning sem hægt er að bóka á; hinir eru notaðir til að búa til samtölur og yfirskriftir í bókhaldslykli.

  7. Fylla þarf út reitinn Samantekt fyrir reikninga af reikningsgerðinni Samtals. Þessi reitur fyllist sjálfkrafa út með inndráttaraðgerðinni fyrir reikninga af gerðinni Til-tala.

    Auk reitanna sem lýst var fyrr í þessum kafla þarf að fylla út reitina Alm. viðsk.bókunarflokkur, Alm. vörubókunarflokkur, VSK-viðsk.bókunarflokkur og VSK-vörubókunarflokkur. Til að fá hjálp við tiltekinn reit er hann valinn og stutt á F1.

  8. Veldu næstu tómu línu til að stofna nýjan reikning og endurtakið síðan þrep 3 til 6.

  9. Þegar allir reikningarnir hafa verið settir upp, á flipanum Aðgerðir, í flokknum Aðgerðir, skal velja Þrepa bókhaldslykil. Velja hnappinn .

Mikilvægt
Ef skilgreiningar hafa verið færðar í Samtals-reitina fyrir Til-tölu-reikningana áður en inndráttaraðgerðin er framkvæmd þarf að færa þær inn aftur því að aðgerðin skrifar yfir gildin í öllum Til-tölu-reitum.

Ábending

Sjá einnig