Þegar birgðageymslan er sett upp þannig að hún noti beinan frágang og tínslu er forgangsröðun frágangssniðmátsins tekið með í reikninginn þegar verið er að ganga frá móttökum. Á meðal forgangsatriða eru fast lágmarks- og hámarksmagn tiltekins hólfs og hólfaflokkanir. Því fyllist á mest notuðu hólfin eftir því sem þau tæmast ef vörur berast jafnt og þétt.

En birgðir berast ekki alltaf í jöfnum skömmtum. Stundum eru vörur keyptar í miklu magni til að fá afslátt eða þá að framleitt er mikið í einu til að lækka einingarkostnað. Þá berast vörurnar ekki aftur í vöruhúsið í nokkurn tíma og færa þarf vörur með reglulegu millibili í tínsluhólf úr geymslusvæðum.

Einnig getur verið að von sé á nýjum birgðum og tæma eigi geymslusvæðið áður en nýju vörurnar koma.

Að lokum, hafi geymsluhólfin aðeins verið skilgreind fyrir frágang þ.e. tegund hólfanna er ekki með valda aðgerðina Tína þarf alltaf að hafa tínsluhólfin full þar sem ekki er ráðlagt að vörur séu tíndar úr hólfum sem eru bara fyrir frágang.

Fyllt á tínsluhólf

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Vinnublað hreyfingar og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Reikna út áfyllingu hólfs til að opna síður skýrslubeiðna.

  3. Beiðnigluggi keyrslunnar er fylltur út til að takmarka umfang áfyllingartillagna sem verða reiknaðar. Til dæmis gæti átt að leggja áherslu á tilteknar vörur, svæði eða hólf.

  4. Velja hnappinn Í lagi. Línur eru stofnaðar fyrir áfyllingarhreyfingar sem þarf að framkvæma reglum sem settar hafa verið upp fyrir hólfin og innihald hólfa, þ.e. vörur í hólfum.

  5. Ef ætlunin er að framkvæma allar ráðlagðar áfyllingar er smellt á Stofna hreyfingu í flokknum Aðgerðir á flipanum Aðgerðir. Starfsmenn geta nú fundið leiðbeiningar í valmyndaratriðinu Hreyfingar, fylgt þeim og skráð þær.

  6. Eigi aðeins að framkvæma sumar af tillögunum skal eyða línunum sem skipta minna máli og stofna síðan hreyfingu.

    Næst þegar áfylling hólfa er reiknuð verða tillögurnar sem eytt er stofnaðar aftur ef þær eiga enn við á þeim tíma.

Til athugunar
Ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt vegna vöru:

  • Varan er fyrningadagsett, og
  • Reiturinn Tína eftir FEFO í birgðageymsluspjaldinu er valinn og
  • Aðgerðin Reikna út áfyllingu hólfs er notuð
þá verða Frá-svæði og Frá-hólf reitirnir auðir vegna þess að reiknisögnin sem notuð er til að reikna hvaðan á að færa vörurnar er aðeins virkjuð þegar aðgerðin Stofna hreyfingu er ræst.

Ábending

Sjá einnig