Hreyfingar eru áætlaðar á vinnublaðinu með hólfaáfyllingu eða með handvirkri áætlun á línum sem á að stofna sem hreyfingaleiðbeiningar.
Reiknar Áfyllingarhreyfingar
Jafnframt því sem vörur eru sendar viðskiptamönnum úr vöruhúsi, fækkar vörunum í hólfunum með hæstu hólfaflokkunina. Til að fylla á þessi hólf með vörum úr öðrum hólfum er keyrð keyrslan Reikna út áfyllingu hólfs í Vinnublað hreyfingar glugganum.
Áfyllingarhreyfingar reiknaðar:
Í reitnum Leit skal færa inn Vinnublað hreyfingar og velja síðan viðkomandi tengil.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Reikna áfyllingu hólfs.
Microsoft Dynamics NAV stofnar línur sem gefa nákvæmlega til kynna hvernig færa á vörur úr lægra flokkuðum hólfum í hærra flokkuð.
Til athugunar Stungið er upp á hreyfingu í samræmi við FEFO aðgerðin Stofna hreyfingu er virkjuð ef eftirfarandi skilyrðum fyrir vöru er fullnægt: -
Varan er fyrningadagsett.
- Tína eftir FEFO gátreiturinn á birgðageymsluspjaldinu er valinn.
- Hólf áskilið gátreiturinn á birgðageymsluspjaldinu er valinn.
-
Reitirnir Frá svæði og Frá hólf eru auðir.
Frekari upplýsingar eru í Tínsla eftir FEFO.
-
Varan er fyrningadagsett.
Farið er yfir línurnar og þeim breitt eftir þörfum eða eytt ef ekki er tími til að framkvæma þær allar.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Aðgerðir veljið Stofna hreyfingu til að búa til vöruhúsaleiðbeiningar um aðgerðir starfsmanna vöruhúss.
Handvirkar hreyfingar
Einnig er hægt að nota vinnublað hreyfinga til að áætla aðrar hreyfingar á birgðum innan vöruhússins. Þegar setja á vörur í hólf fyrir gæðaeftirlit, til dæmis, er hægt að nota vinnublað hreyfinga til að áætla aðgerðina og stofna síðan hreyfingu til að útbúa fyrirmæli fyrir starfsmann.
Með aðgerðinni sækja innihald hólfs er hægt að sækja allt sem er í einu eða fleiri hólfum:
Í reitnum Leit skal færa inn Vinnublað hreyfingar og velja síðan viðkomandi tengil.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Sækja innihald hólfs. Beiðniglugginn er notaður til að afmarka það hvaða hólf og vörur skuli birtast í hreyfingavinnublaðslínunum.
Reitirnir í keyrsluglugganum eru fylltir út. Eigi t.d. að skoða innihald allra hólfa á vissu svæði í birgðageymslunni er reiturinn Svæðiskóti . Eigi að sækja línur fyrir hvert hólf sem tiltekin vara er í er reiturinn Vörunr. fylltur út.
Til athugunar Ekki er hægt að færa vörur handvirkt inn og út úr hólfi af gerðinni RECEIVE því vörur sem eru í hólfi af þeirri gerð verður að skrá sem frágengnar áður en þær verða hluti af tiltækum birgðum. Ef sækja á margar línur skal velja Raða til að velja röðunaraðferð til að ákveða í hvaða röð línurnar birtast á vinnublaðinu og síðan skal velja hnappinn Í lagi.
Til athugunar Hreyfingalínur eru sóttar í samræmi við FEFO aðgerðin Sækja hólfaefni er virkjuð ef eftirfarandi skilyrðum fyrir vöru er fullnægt: -
Varan er fyrningadagsett.
- Tína eftir FEFO gátreiturinn á birgðageymsluspjaldinu er valinn.
-
Gátreiturinn Hólf áskilið á birgðageymsluspjaldinu er valið.
-
Reitirnir Frá svæði og Frá hólf eru auðir.
Frekari upplýsingar eru í Tínsla eftir FEFO.
-
Varan er fyrningadagsett.
Reitir í einhverjum línunum sem voru sóttar eru fylltir út til að breyta eins og þarf. Fyrir hverja vöru sem á að færa þarf að fylla út reitina Vörunr., Kóti frá-hólfs, Kóti til-hólfs og Magn.
Línum sem ekkert er fært í skal eytt.
Þegar línur hreyfingavinnublaðsins eru orðnar eins og þær eiga að vera er smellt á flipann Aðgerðir í hópnum Aðgerðir og valið Stofna hreyfingu til að útbúa leiðbeiningarnar fyrir starfsmanninn.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |