Þegar söluferli eru grunnstillt er hægt að taka viðskiptaákvarðanir og vinna með færslur sem tengjast vörusölu til að uppfylla eftirspurn viðskipatmanns. (Áætlunarvinnunni sem er innifalin í að búa sjálfkrafa til innkaupa- og framleiðslupantanir sem byggja á eftirspurn sölu eða framleiðslu er lýst í Áætlun efnisþarfa.)

Sölutilboð til viðskiptamannsins með sértilboði mun oft leiða til raunverulegar sölu, t.d. þegar vara er ný eða mjög kostnaðarsöm, þegar viðskiptamaðurinn er ekki öruggur eða þegar hann óskar eftir tilboði til að semja um betra verð.

Burtséð frá ferli sölutilboðs þá getur sala tekið til margra ólíkra verka, allt eftir vinnuferli og framboðsmáta sem samkomulag er um við viðskiptafélagana. Sum söluferli hefjast á tilboðum eða standandi pöntunum á meðan önnur eru bundin við innkaupapantanir með beinni afhendingu út frá staðsetningu lánardrottins.

Stundum skilar viðskiptavinur vörum vegna þess að vörur eru gallaðar, eða þörf er á annarri gerð vöru. Utanumhald á vöruskilum getur tekið til verka eins og að rekja upphaf og not ákveðinna rað-/lotunúmera, búa til skilatengd skjöl og samhæfa endurafhendingu .

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Skrá beiðni viðskiptamanns í sölutilboð og senda til viðskiptamanns til samþykktar.

Vinna fyrirspurnir og tilboð

Stofna sölupantanir fyrir vörur eða þjónustu eftir beiðni frá viðskiptavinum.

Sölupantanir færðar inn og staðfestar

Gefa út sölupantanir fyrir venjulega afhendingu frá fyrirtækinu eða fyrir beina afhendingu til viðskiptavina.

Vinnsla sölu

Kanna ástæður vöruskila og stýra skjölum tengdum móttöku á vöruskilum frá viðskiptavinum.

Stýra söluskilum

Sjá einnig