XBRL (eXtensible Business Reporting Language) er XML-miðað tölvumál fyrir viðskiptaskýrslugerð og gerir fyrirtækjum kleift að vinna úr og deila gögnum sínum á árangursríkan og nákvæman hátt. XBRL-áætlunin býður fjölda hugbúnaðarfyrirtækja sem framleiða bókhalds- og áætlunarkerfi og alþjóðlegum endurskoðendafyrirtækum altæka viðskiptaskýrslugerð. Markmið áætlunarinnar er að búa til staðal fyrir samræmda skýrslugerð viðskiptaupplýsinga fyrir banka, fjárfesta og ríkisstofnanir. Slíkar viðskiptaskýrslur geta falið í sér eftirfarandi atriði:

• Ársreikninga

• Viðskiptatengdar upplýsingar

• Upplýsingar sem eru ekki viðskiptatengdar

• Reglubundna skráningu, eins og ársreikninga og ársfjórðungsreikninga

Microsoft Dynamics NAV gerir fyrirtækjum kleift að breyta gögnum í XBRL og njóta þess hagræðis sem fylgir sveigjanleika og sjálfvirkni við að safna gögnum og deila þeim.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Nánar um hvernig deila má fjármálagögnum um XBRL.

eXtensible Business Reporting Language (XML-miðað tölvumál fyrir viðskiptaskýrslugerð)

Flytja XBRL-flokkun, sem samanstendur af einu eða fleiri skemum og nokkrum tengigrunnum, inn í gagnagrunn fyrirtækisins.

Hvernig á að flytja inn XBRL-flokkanir

Fylla út nauðsynlegar upplýsingar í línur skemanna, þ.m.t. upplýsingar um fyrirtækið, raunverulega ársreikninga, athugasemdir við ársreikninga og viðbótarskemu til að uppfylla sértækar kröfur um viðskiptaskýrslugerð.

Hvernig á að setja upp XBRL línur

Uppfæra núverandi flokkun til að allar breytingar séu færðar inn.

Hvernig á að uppfæra XBRL-flokkun