Ef settir hafa verið upp fleiri númeraraðakótar en einn fyrir sömu tegund grunnupplýsinga eða færslna er hægt að stofna tengsl milli kótanna. Með þessari aðgerð er auðvelt að velja á milli kóta þegar númer er notað.

Stofnun tengsla milli númeraraða

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Númeraröð og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Velja skal línuna með númeraröðinni sem á að stofna tengsl við.

  3. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Röð skal velja Tengsl.

  4. Færður er inn í reitinn Raðarkóti kóti fyrir númeraröðina sem á að tengja við röðina sem valin var í 2. þrepi.

    Bætt er við línu fyrir hvern kóta sem á að tengja völdum númeraröðum.

  5. Velja hnappinn Í lagi.

Þegar eitthvað er sett upp eftir þetta sem þarfnast númers er hægt að nota tengslin sem voru stofnuð til að velja úr skyldum númeraröðum.

Til athugunar
Með þessari aðferð verða aðeins til tengsl fyrir númeraröðina sem var valin í glugganum Númeraröð í 2. lið. Ef stofna á tengsl fyrir aðra númeraröð þarf að endurtaka allt ferlið fyrir hverja númeraröð.

Ábending

Sjá einnig