Tilgreinir viðbótarupplýsingar um númeraraðir í töflunni Númeraröð. Númeraröðin er notuð til að stýra tölusetningu í tilteknum töflum (eins og töflunum Viðskiptamaður, Lánardrottinn og Vörur) og tölusetningu á sölu- og innkaupaskjölum (eins og beiðnum, afhendingum og bókuðum reikningum) og færslubókarsniðmáti, -keyrslum og -línum.
Taflan er notuð til setja upp upplýsingar eins og síðasta og fyrsta númerið í röðinni og byrjunardagsetning.
Hægt er að stofna fleiri en eina línu á hverja númeraröð og með mismunandi upphafsdagsetningu fyrir hverja línu. Raðirnar verða notaðar sjálfkrafa hver á eftir annarri og hver röð hefst á tilgreindum upphafsdegi.
Þegar Línur er valið í glugganum Númeraröð birtir glugginn Númeraraðarlína allar línurnar fyrir númeraröðina sem valin er í glugganum Númeraröð .