Tilgreinir að þegar fengist er við útleiðareiningu af viðkomandi vöru verði alltaf að tilgreina hvaða fyrirliggjandi lotunúmer skuli valið. Það merkir að þegar seld er eining af vörunni verður að jafna hana á móti tilteknu lotunúmeri í birgðum. Með öðrum orðum, lotunúmer sem tengt er vörunni þegar hún fer í birgðir verður að fylgja þeirri vörutegund út úr birgðunum.
Þar sem þessi ákveðni uppsetningarreitur nær til allra mögulegra færslna varðandi vöruna verða einstakir inn-/útleiðarreitir einnig gátmerktir. Þó koma einstakir inn- og útleiðarreitir jöfnun þvert á birgðir ekkert við - þeir eru aðeins til skilgreiningar á vinnuflæði í fyrirtækinu, því hvenær á að úthluta vörurakningarnúmerum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |