Tilgreinir jöfnun afhendingartíma fyrir áætlunaríhluta.
Í þessum reit er hægt að tilgreina tímann sem þarf til að velja þennan sérstaka íhlut úr birgðum áður en hægt er að nota hann í framleiðslupöntun. Íhluturinn gæti til dæmis verði geymdur í vörugeymslu langt í burtu og tíminn sem fer í flutninginn er þá langur afhendingartími.
Magn jöfnunar afhendingartíma hefur áhrif á framleiðsluuppskriftina sem á móti hefur áhrif á uppskriftina í töflunni Innkaupatillögulína. Forritið reiknar síðasta viðunandi skiladag í innkaupatillögulínunni með eftirfarandi reiknireglu:
Skiladagur = Notkunardagur - Jöfnun afhendingartíma.
Venjulega er notkunardagurinn upphafsdagsetning framleiðslupöntunarinnar.
Kerfið færir sjálfkrafa inn efni reitsins Afhendingartími - mótfærslu á framl.uppskriftarspjaldinu, en því má breyta.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |