Opnið gluggann Endurnýja eftirspurn í áætlun.
Endurnýjar uppskriftina og leiðina í áætlunarvinnublaðslínunni eða pöntunaráætlunarlínunni sem var valin samkvæmt nýjustu staðalgögnum.
Keyrslan er notuð þegar örlitlar breytingar hafa verið gerðar á áætlunarvinnublaðinu eða í glugganum Pöntunaráætlun. Þetta er til dæmis notað ef úthlutaðri leið eða úthlutaðri uppskrift í línu hefur verið breytt eða óskað er eftir að bæta áætlunarvinnublaðslínu eða pöntunaráætlunarlínu við keyrslu. Keyrslan eyðir síðan íhlutum og leiðum viðkomandi áætlunarlína og myndar nýjar íhlutalínur og leiðir á grundvelli staðlaðra gagna.
Valkostir
Stefna tímasetningar: Færð er inn aðferð tímasetningar - framvirk eða afturvirk.
Framvirk tímasetning byrjar á upphafsdagsetningu og heldur áfram að lokadagsetningunni. Afturvirk tímasetning byrjar á lokadagsetningunni og heldur afturábak að gefinni upphafsdagsetningu.
Reikna:
Leiðir: Smellt er til að setja merki í gátreitinn ef kerfið á að endurnýja leiðina.
Íhlutaþörf: Smellt er til að setja merki í gátreitinn ef kerfið á að endurreikna uppskriftina.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |