Tilgreinir keyrslutíma aðgerðarinnar.

Keyrslutíminn fer eftir lotustærð vörunnar sem er framleidd og samkvæmt gildinu í Keyrslutímaeining í leiðarlínu framleiðslupöntunarinnar.

Viðbótarupplýsingar

Fyrir hverja aðgerð (leiðarlínu framleiðslupöntunar) er hægt að skilgreina mælieiningu fyrir keyrslutíma sem er önnur en mælieining annarra eininga, eins og uppsetningar- og biðtíma.

Dæmi

Segjum sem svo að vara í aðgerð sé af lotustærð 2. Á leiðarlínu framleiðslupöntunar er mælieining uppsetningartímans Mínútur og mælieining keyrslutíma Klukkustundir. Ef 15 er síðan fært inn í reitinn Uppsetn.tími og 5 inn í reitinn Keyrslutími merkir það að uppsetningartími aðgerðarinnar sé 30 mínútur og keyrslutíminn 10 klukkustundir.

Þó hægt sé að nota ólíkar mælieiningar fyrir mismunandi tímaeiningar eru heildartölur, s.s. þær sem birtast í reitnum Væntanleg þörf á afkastagetu í leiðarlínu eða reitnum Afkastaþörf í upplýsingum um framleiðslupöntun, allaf teknar saman í einni mælieiningu. Algengar mælieiningar fyrir samtölur afkastagetu eru valdar í reitnum Sýna afkastagetu í í glugganum Framleiðslugrunnur.

Í dæminu að ofan myndi þannig afkastaþörf aðgerðarinnar vera 10,5 klst. eða 630 mínútur, eftir því hvaða mælieiningar hafa verið settar upp.

Til athugunar
Ef valið er að nota Dagar sem mælieiningu skal hafa það í huga að 1 dagur = 24 klukkustundir - en ekki 8 (vinnustundir).

Samanlögð gildin í reitunum Uppsetningartími, Keyrslutími, Biðtími, og Flutningstími plús reiturinn Biðraðartími á véla- eða vinnustöðvarspjaldi gefa afgreiðslutíma vörunnar.

Ábending

Sjá einnig