Tilgreinir mælieiningarkóta fyrir keyrslutíma aðgerðarinnar.
Viðbótarupplýsingar
Fyrir hverja aðgerð (leiðarlínu framleiðslupöntunar) er hægt að skilgreina mælieiningu fyrir keyrslutíma sem er önnur en mælieining annarra eininga, eins og uppsetningar- og biðtíma.
Dæmi
Segjum sem svo að vara í aðgerð sé af lotustærð 2. Á leiðarlínu framleiðslupöntunar er mælieining uppsetningartímans Mínútur og mælieining keyrslutíma Klukkustundir. Ef 15 er síðan fært inn í reitinn Uppsetn.tími og 5 inn í reitinn Keyrslutími merkir það að uppsetningartími aðgerðarinnar sé 30 mínútur og keyrslutíminn 10 klukkustundir.
Þó hægt sé að nota ólíkar mælieiningar fyrir mismunandi tímaeiningar eru heildartölur, s.s. þær sem birtast í reitnum Væntanleg þörf á afkastagetu í leiðarlínu eða reitnum Afkastaþörf í upplýsingum um framleiðslupöntun, allaf teknar saman í einni mælieiningu. Algengar mælieiningar fyrir samtölur afkastagetu eru valdar í reitnum Sýna afkastagetu í í glugganum Framleiðslugrunnur.
Í dæminu að ofan myndi þannig afkastaþörf aðgerðarinnar vera 10,5 klst. eða 630 mínútur, eftir því hvaða mælieiningar hafa verið settar upp.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |