Tilgreinir uppsetningartíma aðgerðarinnar.
Uppsetningartíminn fer eftir lotustærð vörunnar sem er framleidd og samkvæmt gildinu í reitnum Uppsetningartímaeining í leiðarlínu framleiðslupöntunarinnar.
Viðbótarupplýsingar
Uppsetningartími er sá tími sem véla- eða vinnustöð þarf til að skipta úr framleiðslu á seinast tilbúna eintakinu af hluti A yfir í fyrsta tilbúna eintakið af hluti B
Fyrir hverja aðgerð (leiðarlínu framleiðslupöntunar) er hægt að skilgreina mælieiningu fyrir uppsetningartíma sem er önnur en mælieining annarra eininga, eins og keyrslu- og biðtíma.
Dæmi
Segjum sem svo að vara í aðgerð sé af lotustærð 2. Á leiðarlínu framleiðslupöntunar er mælieining uppsetningartímans Mínútur og mælieining keyrslutíma Klukkustundir. Ef 15 er síðan fært inn í reitinn Uppsetn.tími og 5 inn í reitinn Keyrslutími merkir það að uppsetningartími aðgerðarinnar sé 30 mínútur og keyrslutíminn 10 klukkustundir.
Þó hægt sé að nota ólíkar mælieiningar fyrir mismunandi tímaeiningar eru heildartölur, s.s. þær sem birtast í reitnum Væntanleg þörf á afkastagetu í leiðarlínu eða reitnum Afkastaþörf í upplýsingum um framleiðslupöntun, allaf teknar saman í einni mælieiningu. Algengar mælieiningar fyrir samtölur afkastagetu eru valdar í reitnum Sýna afkastagetu í í glugganum Framleiðslugrunnur.
Í dæminu að ofan myndi þannig afkastaþörf aðgerðarinnar vera 10,5 klst. eða 630 mínútur, eftir því hvaða mælieiningar hafa verið settar upp.
![]() |
---|
Ef valið er að nota Dagar sem mælieiningu skal hafa það í huga að 1 dagur = 24 klukkustundir - en ekki 8 (vinnustundir). |
Samanlögð gildin í reitunum Uppsetningartími, Keyrslutími, Biðtími, og Flutningstími plús reiturinn Biðraðartími á véla- eða vinnustöðvarspjaldi gefa afgreiðslutíma vörunnar.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |