Tilgreinir á hvaða reikning bóka skuli upphæðir sem reikningssléttun skilar þegar bókuð eru viðskipti sem varða viðskiptamenn.
Þennan reit er hægt að nota ef merkt hefur verið í reitinn Sléttun sölureiknings í glugganum Sölugrunnur. Þegar reikningsupphæð er sléttuð býr kerfið til reikningslínu með sléttuðu upphæðinni. Skoða má sléttuðu reikningsupphæðina fyrir bókun í glugganum Söluupplýsingar.
Hægt er að tilgreina reikningssléttun fyrir hvern gjaldmiðil í töflunni Gjaldmiðill.
Ef skilgreina á reikningssléttun á gjaldmiðli ber að athuga hvernig á að færa í eftirfarandi reiti í töflunni:
Reikningur sléttaðs reiknings | Hér þarf að tilgreina reikninginn þar sem bóka á þá upphæð sem reikningssléttun skilar. |
Sléttunarnákvæmni reikninga í gjaldmiðilstöflunni | Hér verður að tilgreina talnabilið sem notað er við sléttun reikningsupphæða: |
Sléttunartegund reikninga í gjaldmiðilstöflunni | Hér þarf að tilgreina hvernig slétta á upphæðina, til dæmis upp eða niður. |
Sléttun reiknings í töflunni Sölugrunnur | Hér þarf að tilgreina hvort kerfið skuli nota reikningssléttun í sölureikningum, eins og hún hefur verið skilgreind í ofangreindum þremur reitum. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |