Tilgreinir að fjárhagsskema er notað til að raða reikningum í bókhaldslykli á mismunandi vegu.

Fjárhagsskemu má búa til, svo dæmi sé tekið, fyrir skýrslur um framlegð einstakra vídda , til dæmis deilda eða viðskiptamannaflokka, samkvæmt sérgreiningu fyrir útgefna ársreikninga.

Hægt er að setja upp nokkur fjárhagsskemu með mismunandi útdrætti úr bókhaldslyklinum. Einnig er hægt að setja upp nokkrar gerðir uppsetninga fyrir fjárhagsskema þar sem skilgreint er hvaða upplýsingar koma fram um reikningana.

Fjárhagsskema hefur að geyma heiti fjárhagsskema og nokkrar línur. Þegar unnið er í fjárhagsskema eru það þessar línur sem blasa við.

Hægt er að setja upp nokkur fjárhagsskemu í töflunni Heiti fjárh.skema. Í töflunni Fjárhagsskemalína er hvert fjárhagsskema skilgreint með því að setja upp línurnar. Hægt er að skilgreina línur sem munu birtast í skýrslum og aðrar verða eingöngu notaðar til útreiknings. Hægt er að nota aðgerðina Setja inn reikninga til þess að afrita reikninga úr bókhaldslykli.

Töflurnar Heiti dálkauppsetningar og Dálkauppsetning eru notaðar til þess að setja upp fjárhagsskema.

Í glugganum Fjárhagsskemayfirlit er hægt að skoða fjárhagsskemu með mismunandi útliti. Einnig er hægt að sjá útlitið í Víddir - Heild.

Sjá einnig