Tilgreinir þær birgðabókarkeyrslur sem hafa verið settar upp eða stofnaðar nýjar birgðabókarkeyrslur.

Ef stofna á birgðabókarkeyrslu er smellt á Breyta bók og fyllt út í reiti í töflunni.

Hægt er að setja upp nokkur sniðmát birgðabóka. Hægt er að setja upp nokkrar færslubókarkeyrslur í hverju bókarsniðmáti. Það merkir að hægt er að nota sama gluggann til að birta nokkrar mismunandi færslubækur, hverja með sínu heiti. Þetta getur komið sér vel, til dæmis ef allir notendur þurfa að hafa eigin færslubók.

Hægt er að láta kerfið tölusetja hverja bókun bókarkeyrslnanna sjálfkrafa með því að hafa númer í heiti bókarkeyrslunnar. Til dæmis myndi heitið ANNA1 hækka um einn við hverja bókun, í ANNA2, ANNA3 o.s.frv.

Sjá einnig