Inniheldur víddargildisafmörkun fyrir greiningaryfirlit vöru. Með því að setja víddargildisafmörkun er tilgreint að aðeins eigi að taka færslur með víddargildunum sem eru í afmörkuninni með í vörugreiningaryfirlit.
Víddargildisafmörkunin getur reynst gagnleg ef vörugreiningaryfirlit hefur verið sett upp gagngert til þess að fylgjast með ákveðnum þætti í starfsemi fyrirtækis, til dæmis sölu í deild eða á ákveðnu svæði.
Nota þarf staðlaðar afmörkunarsegðir.
Merking | Dæmi | Færslur sem teknar eru með í uppfærslu |
---|---|---|
Jafnt og | 200 | Víddargildið 200 |
Millibil | 200 .. 350 | Víddargildi 200 til og með 350 |
Annaðhvort eða | STJD|SALA | Víddargildið Stjórnun og Sala |
Annað en | <>SALA | Öll víddargildi önnur en Sala |
Smellt er hér til að fræðast um víddir.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |