Tilgreinir hvernig eigi að greina víddaupplýsingar sem bókaðar hafa verið fyrir birgðafærslur, áætlanir o.s.frv.
Með því að nota vörugreiningaryfirlit er hægt að sækja upplýsingar um víddir samkvæmt viðmiðum sem notandinn setur. Síðan er hægt að rannsaka þróun og greina tengsl í samræmi við víddaupplýsingar sem bókaðar hafa verið.
Í hverju greiningaryfirliti er hægt að tilgreina allt að þrjár víddir ásamt því að tilgreina viðmið fyrir vörur, dagsetningar og birgðageymslur. Á spjaldi greiningaryfirlitsins er einnig hægt að setja afmarkanir á víddir sem ekki eru í greiningaryfirlitinu. Þannig er hægt að stofna mismunandi greiningaryfirlit í mismunandi tilgangi. Til dæmis er hægt að vera með greiningaryfirlit sem tengist sölu á tilteknu svæði á tilteknu tímabili. Þegar greiningaryfirlit er stofnað þarf að uppfæra það með því að smella á hnappinn Uppfæra á spjaldi greiningaryfirlitsins eða með því að nota keyrsluna Uppfæra greiningaryfirlit . Kerfið safnar þá saman aðeins þeim birgðafærslum sem uppfylla víddaviðmiðin og aðrar afmarkanir sem notandinn setur.
Hægt er að skoða og greina þessar víddaupplýsingar í glugganum Birgðagreining eftir víddum þar sem hægt er að skoða fylkisglugga með ásum sem hafa verið skilgreindir af notandanum. Með því að endurskilgreina ásana og beita afmörkunum er hægt að búa til mjög greinargóða sundurliðun á því hvernig víddir hafa verið bókaðar og hvaða tengsl eru milli vídda.
Mikilvægt |
---|
Ef gátmerki hefur ekki verið sett í reitinn Uppfæra við bókun þarf að smella á Uppfæra á greiningaryfirlitsspjaldinu eða nota keyrsluna Uppfæra greiningaryfirlit til að tryggja það að greiningaryfirlitið hafi verið uppfært með nýjustu bókuðu færslunum. |