Tilgreinir tegund samantektar fyrir greiningarlínuna. Af tegundinni ræðst hvaða vörur eru teknir saman á samantektarbilinu sem tilgreint er í reitnum Bil.
Til að sjá valkostina skal velja reitinn:
Vara
Samtalan reiknast af upphæðum vara í vörulistanum.
Vöruflokkur
Samtalan verður reiknuð út frá víddarkótanum sem hefur verið settur upp fyrir vöruflokka í glugganum Birgðagrunnur. Ef ekki hafa verið settar upp altækar víddir fyrir vöruflokka verður að skilgreina kóta greiningaryfirlits sem tengist greiningarlínusniðmátinu því greiningarskýrslan verður þá byggð á greiningaryfirlitsfærslum
Viðskiptamaður
Samtalan verður reiknuð út frá birgðafærslum þeirra viðskiptamanna sem eru tilgreindir í reitnum Bil.
Viðskiptamannsflokkur
Samtalan verður reiknuð út frá víddarkótanum sem hefur verið settur upp fyrir viðskiptamannaflokka í glugganum Sölugrunnur. Ef ekki hafa verið settar upp altækar víddir fyrir viðkiptamannaflokka verður að skilgreina kóta greiningaryfirlits sem tengist greiningarlínusniðmátinu því greiningarskýrslan verður þá byggð á greiningaryfirlitsfærslum
Sölumaður/Innkaupaaðili
Samtalan verður reiknuð út frá víddarkótanum sem hefur verið settur upp fyrir sölumenn í glugganum Sölugrunnur. Ef ekki hafa verið settar upp altækar víddir fyrir sölumenn/innkaupaaðila verður að skilgreina kóta greiningaryfirlits sem tengist greiningarlínusniðmátinu því greiningarskýrslan verður þá byggð á greiningaryfirlitsfærslum
Reikniregla
Samtalan reiknast af upphæðum í öðrum línum í greiningarskýrslunni. Reiknireglan er færð inn í reitinn Bil.
Ef Setja inn vörur er notað fá allar línur sjálfkrafa samantektartegundina Vara.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |