Greining eftir víddum sýnir valda samsetningu vídda. Hægt er að geyma og sækja hverja greiningu sem sett hefur verið upp. Upplýsingar um uppsetningu greiningar eru geymdar í greiningaryfirlitsspjaldi til að einfalda greiningu seinna.

Að setja upp greiningaryfirlit

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Greiningaryfirlit og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Greiningaryfirlit - Listi ýtið á Ctlr+N til að fá nýtt spjald. Reitirnir eru fylltir út. Nánari upplýsingar um tiltekinn reit fást með því að velja reitinn og ýta á F1.

  3. Til að bæta öðrum víddarkótum við þá fjóra sem fyrir eru á flýtiflipanum Víddir er farið í flipann Færsluleit, flokkinn Greining og Afmörkun valin. Fylla inn í reitina og velja hnappinn Í lagi.

  4. Til að uppfæra yfirlitið er farið í flipann Heim, flokkinn Vinna, og Uppfæra valið.

Ábending

Sjá einnig