Inniheldur almennar upplýsingar um bókaðan þjónustureikning. Þar með taldar eru upplýsingar um viðskiptamanninn sem fær þjónustuna og viðskiptamaðurinn sem reikningsfæra skal á, svo sem nafn, aðsetur, númer fylgiskjals og dagsetning, ásamt afsláttarskilmálum greiðslu og gjaldmiðilskóða, svartíma, upphafs-og lokadagsetningar o. s. frv. Gögnin eru notuð í haus bókaða þjónustureikningsins. Í þjónustureikningnum er hausinn með eina eða fleiri þjónustureikningslínur tengdar. Línurnar tilgreina þjónustukostnað á reikningnum.
Kerfið afritar upplýsingarnar úr töflunni Þjónustuhaus þegar þjónustupöntun er bókuð með valkostinum Reikningur eða Afhenda og reikningsfæra eða þegar þjónustureikningur er bókaður handvirkt.
Til athugunar |
---|
Ef reiturinn Afhendist á reikning í glugganum Þjónustukerfisgrunnur er með gátmerki stofnar kerfið einnig afhendingu þegar handvirkt stofnaður þjónustureikningur er bókaður. |
Ekki er hægt að breyta neinum reitanna í haus þjónustureikningsins þar sem reikningurinn hefur þegar verið bókaður.