Inniheldur svartíma fyrir þjónustuvörurnar í þessum þjónustusamningi. Svartíminn hér er ráðgerður stundafjöldi frá stofnun þjónustupöntunar með þessari þjónustuvöru til tímans þegar þjónusta við þessa þjónustuvöru á að hefjast. Þjónustan skoðast hafin þegar viðgerðarstaðan í þjónustuvörulínunni sem þjónustuvaran er í breytist úr Byrjun yfir í Í vinnslu.

Kerfið fyllir reitinn sjálfkrafa út þegar nýrri þjónustusamningslínu er bætt við þjónustusamninginn. Kerfið afritar gildið úr reitnum Svartími (klst.) í töflunni Þjónustuvara fyrir samsvarandi þjónustuvöru ef gildið í reitnum er ekki eyða og er lægra en í reitnum Svartími (klst.) í töflunni Þjónustusamningshaus. Annars er gildið úr reitnum Svartími (klst.) í töflunni Þjónustusamningshaus afritað.

Ábending

Sjá einnig