Tilgreinir upphafsdagsetningu notendaskilgreindrar afskriftatöflu ef kóti var færður inn í reitinn Afskriftatöflukóti. Kerfið notar dagsetninguna til að finna nákvæmt millibil út frá tímabilinu sem skilgreint var fyrir töfluna. Sé til dæmis fært 01/06/01 í þennan reit og tímabil töflunnar er Mánuður verða tímabilin 01/06/01..30/06/01, 01/07/01..31/07/01, o.s.frv.
Dagsetningin má ekki vera síðar en Upphafsdags. afskrifta. Ef valinn hefur verið kosturinn Tímabil í reitnum Lengd tímabils í afskriftatöflunni verður dagsetningin í þessum reit að vera upphafsdagsetning reikningstímabils.
Dagsetningin í þessum reit er notuð til að ákvarða millibil en Upphafsdags. afskrifta er notuð til að ákvarða fjölda afskriftadaga. Ef Fyrsta not.skilgr. afskr.dags. er á undan Upphafsdags. afskriftar er prósentan í fyrsta tímabilinu í afskriftatöflunni aðeins notuð að hluta til þegar kerfið reiknar fyrstu afskrift. Þetta þýðir að eignin verður ekki að fullu afskrifuð við lok síðasta tímabils.
Dæmi 1
Í afskriftatöflu hafa þessar prósentur verið færðar inn fyrir fyrstu fjögur tímabilin: 40%, 30%, 20% og 10%. Lengd tímabils = ár. Eign sem notar þessa töflu hefur fyrsta not.skilgr. afskr.dags. = 01/01/01 og upphafsdags. afskrifta = 01/01 01. Stofnkostnaður = 200.000.
Ef keyrslan Reikna afskriftir er notuð við lok hvers árs eru eftirfarandi afskriftir reiknaðar:
Tímabil | Dagsetning | Tegund útreiknings | Afskriftir | Bókfært virði |
---|---|---|---|---|
1 | 12/31/01 | 200,000 * 40/100 | 80,000 | 120,000 |
2 | 12/31/02 | 200.000 * 30/100 | 60,000 | 60,000 |
3 | 12/31/03 | 200.000 * 20/100 | 40,000 | 20,000 |
4 | 12/31/04 | 200,000 * 10/100 | 20 000 | 0 |
Dæmi 2
Þetta dæmi er eins og dæmi 1 fyrir utan það að Upphafsdags. afskriftar = 04/01/01. Með öðrum orðum er það þremur mánuðum eftir Fyrsta not.skilgr. afskr.dags.
Tímabil | Dagsetning | Tegund útreiknings | Afskriftir | Bókfært virði |
---|---|---|---|---|
1 | 12/31/01 | 200,000 * 40/100 * 270/360 | 60,000 | 140,000 |
2 | 12/31/02 | 200.000 * 30/100 | 60,000 | 80,000 |
3 | 12/31/03 | 200.000 * 20/100 | 40,000 | 40,000 |
4 | 12/31/04 | 200,000 * 10/100 | 20,000 | 20,000 |
5 | 12/31/05 | 200,000 * 10/100 | 20 000 | 0 |
Bent er á að 40% afskriftin fyrir fyrsta daginn er aðeins notuð fyrir 270 daga (níu mánaða) tímabil. Afskriftin heldur áfram á tímabili 5 og á því er síðasta prósentan í töflunni notuð aftur.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |