Tilgreinir númer fjárhagslykilsins þar sem bóka á áætlað gengistaps þegar Leiðrétta gengi runuvinnsla er í gangi.
Keyrslan Leiðrétta gengi getur stofnað áætlað gengistap sem kerfið bókar á þann fjárhagsreikning sem tiltekinn er í reitnum Reikningur áætlaðs taps. Þegar greiðsla er bókuð síðar og jöfnuð gerir kerfið eftirfarandi:
-
Bakfæra áætlað gengistap sem þegar hefur verið bókað á reikninginn yfir áætlað tap.
-
Bóka skal allan orðinn hagnað eða tap á þá reikninga sem tilteknir voru í reitnum Reikn. gengistaps (orðið) eða í reitinn Reikn. gengishagn. (orðinn) í töflunni Gengi.
Fjárhagsreikningar eru í SGM. Hægt er að nota sama reikning fyrir áætlað gengistap fyrir alla gjaldmiðla vegna þess að kerfið breytir mismunandi gjaldmiðlum í SGM þegar það bókar í fjárhag.
Hægt er að sjá reikningsnúmer í töflunni Fjárhagsreikningur með því smella á reitinn.
Áður en hægt er að færa reikningsnúmer í þennan reit verður að stofna reikning(a) fyrir áætlað gengistap í fjárhagstöflunni.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |