Tilgreinir kóta þess bókunarflokks lánardrottins sem á að nota við bókun innkaupahauss.
Kerfið sækir kótann sjálfkrafa í spjaldið Lánardrottinn þegar fyllt er í reitinn Greiðist lánardr. nr.
Bókunarflokkur segir til um á hvaða safnreikning í fjárhagsbókhaldi viðskipti við viðkomandi lánardrottin eru bókuð. Þar eru auk þess skilgreindir bókhaldsreikningar fyrir þjónustugjöld, greiðsluafslátt og reikning sléttaðra upphæða.
Upplýsingar um VSK % og bókhaldsreikninga (fyrir VSK, sölu, innkaup o.s.frv.), þar sem kerfið bókar færslur vegna ýmissa viðskiptamanna, lánardrottna, vöru og forða, eru tilgreindar í töflunni Alm. bókunargrunnur.
Ef VSK-kerfið á að vera samræmt verður almenn bókunartegund að vera rétt tilgreind í fjárhagsreikningum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |