Tilgreinir lánardrottinn sem sendir reikninginn.

Kerfið sækir sjálfkrafa númerið úr töflunni Lánardrottinn þegar reiturinn Númer afh.aðila er útfylltur.

Ef aðaltengiliður tengist lánardrottninum sem valinn er hér afritar forritið efni reitsins Aðaltengiliður nr. á lánardrottinsspjaldinu í reitinn Borgunartengiliður nr. og uppfærir hann með nafni aðaltengiliðar.

Mikilvægt
Í öllum innkaupahausum er bæði númer lánardrottins (Númer afh.aðila) sem sýnir hver afhendir pöntunina og númer lánardrottins (Reikn. færist á lánardr. nr.) sem sýnir hver reikningsfærir pöntunina.

Kerfið færir númer afh.aðila í reitinn Reikn. færist á lánardr. nr. og sýnir þannig að reikningurinn og vörurnar komi frá sama lánardrottni, nema annað sé tekið fram.

Ef reiturinn Reikn. færist á lánardr. nr. á lánardrottnaspjaldinu hefur annað númer lánardrottins sækir kerfið númerið úr þeim reit. Allar upplýsingar sem tengjast lánardrottni, svo sem um reikningsfærslu, afslátt, víddir, upplýsingar o.s.frv., eru miðaðar við þann sem sendir reikninginn en ekki þann sem sendir vöruna.

Hægt er að breyta númerinu ef sjálfgefið númer hentar ekki í einhverjum tilvikum. Ef það er gert þarf að svara eftirfarandi spurningum áður en breytt er.

Á að breyta númeri lánardrottins?

Ef það er samþykkt verður nýja númerið sett í innkaupahaus og tilheyrandi innkaupalínur.

Ábending

Sjá einnig