Tilgreinir VSK-skilgreiningu lánardrottinsins til að tengja færslur sem búnar eru til fyrir þennan lánardrottinn með viðeigandi fjárhagsreikning samkvæmt VSK-bókunargrunninum.

Kerfið sækir kótann sjálfkrafa í töfluna Lánardrottinn þegar fyllt er í reitinn Greiðist lánardr. nr.

Kótinn tilgreinir hvaða VSK viðsk.bókunarflokki tiltekinn lánardrottinn tilheyrir. Þegar bókaðar eru færslur sem varða tiltekinn lánardrottin leitar kerfið uppi VSK-viðskiptakótann í tengslum við kóta VSK-vörubókunarflokks í VSK-bókunargrunnur þar sem fram kemur VSK-prósenta, tegund VSK-útreiknings og fjárhagsreikningar fyrir bókun VSK.

Skoða má VSK-viðskiptabókunarflokka í töflunni VSK Viðskiptabókunarflokkur með því að smella á reitinn.

Yfirleitt ætti ekki að breyta efni reitsins en það kann að vera nauðsynlegt í einstökum tilvikum þegar sjálfgefni kótinn á ekki við.

Ábending

Sjá einnig