Tilgreinir VSK-kóta viðskiptabókunarflokka fyrir viðskiptamenn og lánardrottna vegna VSK. Þá kóta má nota til að greina á milli tegunda viðskiptamanna og lánardrottna.
Kóta sem táknar flokk viðskiptamanns og lánardrottins skal færa inn á öll viðskiptamanna- og lánardrottnaspjöld. Færðu inn kóta á svæðið VSK viðsk.bókunarflokkur.
Stundum er VSK innifalinn í verði vara og þjónustu í birgða- eða forðaspjöldum. Þegar svo er skal færa VSK-viðskiptabókunarflokk inn í reitinn VSK viðsk.bókunarfl. (verð) hjá viðskiptamönnum eða lánardrottnum sem notandi skiptir við með þessa vöru og þjónustu.
Auk þess að setja upp tilskilda kóta VSK viðskiptaflokkakóta skal setja upp tilskilda kóta VSK framleiðsluflokka í glugganum VSK-vörubókunarflokkur. Síðan verður að tengja saman mismunandi i VSK-viðskiptaflokkskóta og VSK-framleiðsluflokkskóta í glugganum VSK-bókunargrunnur.