Tilgreinir kóta fyrir verðflokk viðskiptamannsins. Smellt er á reitinn til að skoða verðflokkskóða viðskiptavinar í töflunni Verðflokkur viðskiptamanna.
Kerfið sækir kótann í töfluna Viðskiptamaður þegar fyllt er í reitinn Reikn.færist á viðskm. Ef enginn verðflokkur hefur verið færður inn á spjald viðskiptamanns er þessi reitur auður.
Kótinn er notaður þegar kerfið reiknar einingarverð fyrir vörur í línunni. Kerfið kannar í töflunni Söluverð hvort annað vöruverð en það sem tilgreint er í reitnum Ein.verð sé skuldfært á viðskiptamenn sem keypt hafa vörur í tilteknum verðflokki.
Smellt er á Tengdar upplýsingar, bent á Sala, og síðan smellt á Verð á viðskiptamannaspjaldinu til að tilgreina skilyrðin fyrir því að fá söluverð í töflunni Söluverð.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |