Tilgreinir viðskiptavini sem eru tengdir mismunandi verðflokkum, sem gerir það auðveldara að tilgreina mismunandi verð eftir viðskiptamanninum sem kaupir vöruna.
Söluverð er sett upp í töflunni Söluverð. Hægt er að setja upp ýmsar tegundir þar sem verð ræðst til dæmis af dagsetningu, gjaldmiðli, lágmarksmagni, mælieiningu, verðflokki viðskiptamanns eða af samblandi af þessu öllu. Ekki er nauðsynlegt að stofna verðflokka til að hafa söluverð en það er hægt að notfæra sér þessa leið ef vöruverðið á að ráðast af flokki viðskiptamanns. Kerfið notar töfluna Verðflokkar viðskiptamanna til að henda reiður á mismunandi söluverði.
Þegar stofnaðir hafa verið kótar fyrir verðflokka viðskiptamanna er hægt að tilgreina þá á viðskiptamannaspjöldum eða á söluskjölum, svo sem tilboðum og reikningum. Þegar vara er seld og verðflokkur hefur verið tilgreindur á söluskjali gengur kerfið úr skugga um hvort viðkomandi vara hafi sérverð eða skilmála í samræmi við tilgreindan verðflokk viðskiptamanns.
Ef nota á verðflokka viðskiptamanna verður einnig að fylla út gluggann Söluverð.