Tilgreinir númer söluskjals. Hægt er að fylla sjálfvirkt eða handvirkt út reitinn og hægt er að hafa hann ósýnilegan.
Hægt er að færa í Nr. reitinn á eftirfarandi þrjá vegu:
-
Ef aðeins ein númeraröð fyrir gerð söluskjals er til þar sem Sjálfgefin nr.röð reiturinn er valinn og Handfærð nr.röð reiturinn er ekki valinn, er reiturinn sjálfvirkt fylltur út með næsta númeri í röðinni, og Nr. reiturinn er ekki sýnilegur á söluskjalinu.
Til athugunar EF númeraraðir virka ekki, t.d. af því að engin númer eru eftir, þá verður Nr. reiturinn sýnilegur og þú getur slegið handvirkt inn númer eða leyst vandamálið í Númeraraðir glugganum. -
Ef meira en ein númeraröð er til fyrir gerð söluskjals og reiturinn Sjálfgefin nr.röð er ekki valinn fyrir númeraröðina sem er í gildi skaltu velja reitinn Nr.. Í glugganum Númeraraðir skal velja númeraröð sem á að nota og velja svo Í lagi. Næsta númerið í röðinni er sett inn í Nr. reitinn.
-
Ef númeraröð hefur ekki verið sett upp fyrir gerð söluskjals eða ef reiturinn Handfærð nr.röð er valinn fyrir númeraröðina er hægt að færa númer inn handvirkt. Mest má rita 20 stafi, bæði tölustafi og bókstafi.
Þegar nýtt söluskjal er opnað þar sem engin númeraröð er til staðar opnast Númeraraðagrunnur sölu glugginn þannig að hægt sé að setja upp númeraraðir fyrir þá gerð söluskjals áður en nýtt söluskjal er útfyllt. Frekari upplýsingar eru í Númeraraðagrunnur sölu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |