Tilgreinir eina af víddunum fjórum sem er hægt að nota í greiningaryfirliti. Með því að færa inn vídd hér er hægt að afmarka færslur í sundurliðun Greining eftir víddum yfirlits sem gerir notandanum kleift að rannsaka og fylgjast með tengslum milli færslna og víddaupplýsinganna sem þeim tengjast. Til að velja víddarkóða er reiturinn valinn.

Einnig er hægt að tilgreina nákvæm skilyrði fyrir færslur sem eiga að vera með í greiningaryfirliti með því að smella á Greiningaryfirlit, Afmörkun á spjaldi greiningaryfirlits. Hér er hægt að tilgreina að færsla verði að hafa tiltekna vídd og víddargildi ef hún á að vera með í greiningaryfirliti.

Bent er á að röðin sem víddirnar fjórar í greiningaryfirliti eru færðar inn hefur engin áhrif á eiginleika þeirra eða hvernig þær eru notaðar.

Smellt er hér til að fræðast um víddir.

Ábending

Sjá einnig