Tilgreinir tengsl á milli tveggja eða fleiri raða í töflunni Númeraröð.
Þessi tafla er notuð ef þörf er á að nota fleiri en eina númeraröð fyrir sömu töflu, fylgiskjal eða færslubókartegund.
Þegar komið er á tengslum milli flokka af númeraröðum eru allar skyldar raðir tengdar einum númeraraðarkóta. Síðan má færa þann kóta inn í reit á flýtiflipanum Númeraröð í einni af grunntöflum kerfiseininga, til dæmis í reitnum Birgðanúmeraröð í Birgðagrunni. Þegar seinna þarf að tilgreina númer á nýja vöru er hægt að velja milli allra númeraraða sem eru tengdar kótanum.