Vaxtareikningslínur eru sá hluti vaxtareiknings sem hefur að geyma reiknaðar vaxtaupphæðir. Í línunum eru líka upplýsingar (svo sem um númer fylgiskjals, gjalddaga og eftirstöðvar) varðandi eftirstöðvar sem vextir eiga að reiknast á.

Vaxtareikningur er fylgiskjal sem notandi notar til að láta viðskiptamann vita af því að vaxtaupphæð komi til hækkunar á ógreiddri skuld.

Vaxtareikningur er settur saman úr vaxtareikningshaus og ýmsum vaxtareikningslínum. Í vaxtareikningshaus eru upplýsingar varðandi viðskiptamann, svo sem um heiti hans, aðsetur og vaxtatímabil. Þar eru líka upplýsingar um vaxtareikninginn, svo sem dagsetning fylgiskjals og gjalddagi. Megnið af þessum upplýsingum sækir kerfið í töflurnar Viðskiptamaður og Vaxtatímabil.

Vaxtaþáttur grundvallast á helstu upplýsingum um hvern viðskiptamann. Þær fela í sér margvíslega valkosti, svo sem notkun fjölda fyrirfram tilgreindra texta, sveigjanlegar vaxtaprósentur og önnur gjöld þegar innheimtubréf til viðskiptamanna eru stofnuð. Einnig er um það að velja hvort vexti og/eða gjöld skuli bóka á viðkomandi fjárhags- og viðskiptamannareikninga þegar vaxtareikningar eru sendir.

Vaxtareikninga má stofna með sjálfvirkum hætti með keyrslunni Stofna vaxtareikninga. Þessi keyrsla stofnar einn vaxtareikning á gjaldmiðil sem viðskiptamannafærslur þar sem vextir eru reiknaðir finnast fyrir.

Nýr vaxtareikningur er stofnaður með handvirkum hætti með því að byrja í vaxtareikningshaus og nota síðan keyrsluna Leggja til vaxtareikn.línur.

Eftir að gengið hefur verið frá vaxtareikningshaus og viðkomandi línum skal senda reikninginn.

Sjá einnig