Sýnir tegund færslu eða mismunar sem á að jafna í þessari línu.
Kerfið útfyllir þennan reit sjálfkrafa með bankareikningsfærslu nema tékkafærsla komi fram í línunni.
Um eftirfarandi tegundir er að velja:
Valkostur | Lýsing |
---|---|
Bankareikningsfærsla | Þessa tegund skal nota við afstemmingu færslu úr bankareikningshöfuðbók. |
Tékkafærsla | Þessa tegund skal nota við afstemmingu færslu úr tékkahöfuðbók. |
Mismunur | Nota skal þessa gerð ef þarf að skrá upphæð inn í bankayfirlitið sem ekki er bókað í skrárnar til að stemma af yfirlitið. Ef til dæmis bankinn hefur ranglega skráð færslu á reikningsyfirlitið. Þegar tegundin er Mismunur má færa upphæð inn í reitinn Upphæð yfirlits og bóka afstemmingu án þess að jafna upphæðina við færslu. |
Tegund færslna sem tiltækar eru til jöfnunar þegar aðgerðin Jafna færslur er notuð veltur á þeirri tegund sem valin er: Bankareikningsfærslur eða tékkafærslur.
Skoða má tiltækar gerðir með því að velja reitinn.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |