Sýnir tegund færslu eða mismunar sem á að jafna í þessari línu.

Kerfið útfyllir þennan reit sjálfkrafa með bankareikningsfærslu nema tékkafærsla komi fram í línunni.

Um eftirfarandi tegundir er að velja:

Valkostur Lýsing

Bankareikningsfærsla

Þessa tegund skal nota við afstemmingu færslu úr bankareikningshöfuðbók.

Tékkafærsla

Þessa tegund skal nota við afstemmingu færslu úr tékkahöfuðbók.

Mismunur

Nota skal þessa gerð ef þarf að skrá upphæð inn í bankayfirlitið sem ekki er bókað í skrárnar til að stemma af yfirlitið. Ef til dæmis bankinn hefur ranglega skráð færslu á reikningsyfirlitið.

Þegar tegundin er Mismunur má færa upphæð inn í reitinn Upphæð yfirlits og bóka afstemmingu án þess að jafna upphæðina við færslu.

Tegund færslna sem tiltækar eru til jöfnunar þegar aðgerðin Jafna færslur er notuð veltur á þeirri tegund sem valin er: Bankareikningsfærslur eða tékkafærslur.

Skoða má tiltækar gerðir með því að velja reitinn.

Ábending

Sjá einnig