Inniheldur kóta þeirrar númeraraðar sem verður notuð til að úthluta fylgiskjalsnúmerum á línur færslubókar í þessari bókarkeyrslu. Skoða má uppsettar númeraraðir í töflunni Númeraröð með því að velja reitinn.
Þegar ný bókarkeyrsla var búin til afritaði kerfið sjálfkrafa númeraraðirnar í reitinn Númeraröð í sniðmáti birgðabókar. Hægt er að skipta um kóta ef nota á aðra númeraröð í bókarkeyrslunni.
Ef reiturinn er auður verður að tölusetja bókarlínurnar handvirkt.
Ef númeraröð er í reitnum Bókunarnúmeraröð er númeraröðin í reitnum Númeraröð aðeins notuð til þess að úthluta númeri til bráðabirgða. Annað númer verður sett í stað bráðabirgðanúmersins við bókun.
Ef færslubókin er ítrekunarbók er ekki hægt að færa númeraröð í þennan reit. Ef setja á númeraröð í sniðmát ítrekunarbókar er reiturinn Bókunarnúmeraröð notaður.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |