Opnið gluggann Þjónusta - Afhending.
Sýnir afhendingarnúmerið og -dagsetninguna, vörulýsingu og -magn, sem og nafn viðskiptamannsins, aðsetur og tengiliðarnúmer. Hægt er að prenta annað hvort allar afhendingar eða valdar afhendingar eftir að þær hafa verið bókaðar.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Fjöldi afrita | Færið inn þann fjölda afrita af afhendingunni auk frumritsins sem á að prenta. Afritin verða merkt Afrit. |
Sýna kerfisupplýsingar | Valið ef upplýsingar sem eru eingöngu til innri nota eiga að koma fram í prentuðu skýrslunni. |
Sýna leiðréttingarlínur | Veljið þennan reit ef skýrslan á að sýna leiðréttingarlínur sem tengjast afturköllun magnbókunar. |
Sýna lotu-/raðnr.viðauka | Gátmerki er sett í þennan reit ef prenta á viðauka við skýrslu þjónustuafhendingarinnar þar sem fram koma lotu- og raðnúmer afhendingarinnar. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með skýrslur eru í Skoða prófunarskýrslur fyrir bókun, Hvernig á að skoða og prenta skýrslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |