Opnið gluggann Eignir - Áætlað virði.

Sýnir framreiknaðar afskriftir og bókfært virði. Hægt er að prenta skýrsluna fyrir eina afskriftabók í einu.

Kerfið reiknar áætlaðar afskriftir fyrir tvö tímabil:

Skýrslubeiðnisíðan Shortcut iconEignir - Áætlað virði er opnuð.

Valkostir

Reitur Lýsing

Afskriftabók

Velja skal kóta afskriftabókarinnar sem á að vera í skýrslunni.

Fyrsta dags. afskrifta

Hér er færð inn dagsetning sem á að nota sem lokadagsetningu tímabilsins sem áætlaðar afskriftir ná til.

Síðasta dags. afskrifta

Hér er færð inn dagsetning sem á að nota sem lokadagsetningu tímabilsins sem áætlaðar afskriftir ná til. Þessi dagsetning verður að vera eftir dagsetninguna í reitnum Fyrsta dags. afskrifta.

Fjöldi daga

Færið inn lengd tímabilanna milli fyrstu afskriftardagsetningu og síðustu afskriftadagsetningu. Kerfið reiknar þá afskriftir fyrir hvert tímabil. Ef reiturinn er auður setur kerfið sjálfkrafa jafngildi dagafjölda í reikningsári í reitinn, venjulega 360.

Fjöldi daga í fyrsta tímabili

Rita skal dagafjölda sem á að nota til þess að reikna afskriftir frá fyrstu afskriftadagsetningu, án tillits til raunverulegs fjölda daga frá síðustu afskriftafærslu. Fjöldinn sem settur er í þennan reit hefur ekki áhrif á heildarfjölda daganna frá upphafsdagsetningu til lokadagsetningar.

Bókaðar færslur frá

Færið inn dagsetningu ef bókaðar færslur eiga að koma fram í skýrslunni. Í skýrslunni verða allar tegundir bókaðra færslna sem hafa verið bókaðar frá þessari eignabókunardagsetningu.

Undirsamtölur

Rita skal tegund flokks ef flokka á eignirnar og prenta undirsamtölur. Ef til dæmis hafa verið settir upp sex eignaflokkar er valkosturinn Eignaflokkur valinn svo að undirsamtölur verði prentaðar fyrir hvern flokkunarkótanna sex. Valið til að sjá valkosti í boði. Ef ekki á að prenta undirsamtölur er eyðan valin.

Afrita í Heiti fjárhagsáætl.

Velja skal heiti áætlunarinnar sem á að afrita áætluð virði í.

Setja inn mótreikning

Valið ef setja á áætlunarfærslurnar sjálfkrafa inn með mótreikningum.

Prenta á eign

Valið ef skýrslan á að prenta upplýsingar aðskilið fyrir hverja eign.

Áætluð afskráning

Valið ef skýrslan á að innihalda áætlaða afskráningu: innihald reitsins Áætluð innkoma við afskrán. og reitsins Áætlaður afskráningardagur í afskriftabók eigna.

Prenta upphæðir á hverri dags.

Gátmerki er sett í þennan reit ef á síðustu síðu skýrslunnar á að vera yfirlit yfir reiknaðar afskriftir allra eigna.

Nota reikningstímabil

Gátmerki er sett í þennan reit ef tímabilin milli upphafsdagsetningar og lokadagsetningar eiga að samsvara reikningstímabilunum sem tilgreind voru í töflunni Reikningstímabil. Þegar þessi reitur er valinn er reiturinn Fjöldi daga hreinsaður.

Ábending

Sjá einnig