Opnið gluggann Eignir - Greining.

Sýnir greiningu á eignum með ýmsum gögnum bæði um einstakar eignir og eignaflokka. Í flýtiflipanum Eignir er hægt að setja afmörkun ef í skýrslunni eiga aðeins að vera tilteknar eignir. Í flýtiflipanum Valkostir má velja um nokkra valkosti til þess að sníða skýrsluna að ákveðnum þörfum.

Til athugunar
Allar dagsetningar sem tengjast þessari skýrslu eru eignabókunardagsetningar. Skýrslan Eignir - Fjárhagsgreining sem er svipuð, notast við bókunardagsetningar. Upphæðirnar í skýrslunni reiknast með hliðsjón af eignafærslum.

Valkostir

Reitur Lýsing

Afskriftabók

Velja skal kóta afskriftabókarinnar sem á að vera í skýrslunni.

Upphafsdagsetning

Færa inn dagsetninguna þegar skýrslan á að hefjast.

Lokadagsetning

Færa inn dagsetninguna þegar skýrslan á að enda.

Dags.reitur 1 og Dags.reitur 2

Í skýrslunni eru tveir dálkar þar sem hægt er að sýna tvær tegundir dagsetninga. Velja skal gagnagerð í hverjum þessara reita.

Upphæðarreitur 1Upphæðarreitur 2 og Upphæðarreitur 3

Í skýrslunni eru þrír dálkar þar sem hægt er að birta þrjár tegundir upphæða. Í hverjum reit fyrir sig er reiturinn valinn til þess að velja eina af ellefu tiltækum tegundum.

Smellt er á reitinn hægra megin við hvern upphæðarreit til þess að ákveða hvernig upphæðirnar verða reiknaðar. Valkostirnir vísa til upphafsdagsetningar og lokadagsetningar. (Hreyfing merkir tímabilið á milli þessara tveggja dagsetninga.)

Undirsamtölur

Rita skal tegund flokks ef flokka á eignirnar og prenta undirsamtölur. Ef til dæmis hafa verið settir upp sex eignaflokkar er valkosturinn Eignaflokkur valinn svo að undirsamtölur verði prentaðar fyrir hvern flokkunarkótanna sex. Smellt er á reitinn til þess að skoða valkostina sem í boði eru. Ef ekki á að prenta undirsamtölur er eyðan valin.

Prenta á eign

Valið ef skýrslan á að prenta línu fyrir hverja eign.

Aðeins seldar eignir

Valið ef skýrslan á aðeins að sýna upplýsingar um seldar eignir.

Áætlunarskýrsla

Valið ef skýrslan á að reikna framtíðarafskrift og bókað virði. Þetta gildir aðeins ef Afskriftir og Bókfært virði hefur verið valið í upphæðarreit 1, 2 eða 3.

Ábending

Sjá einnig