Opnið gluggann Samstæða - Prófa gagnagrunn.

Prófar öll fjárhagsleg gögn, sem eiga að mynda samstæður í töflunni Fyrirtækiseining og til eru í gagnasafni Microsoft Dynamics NAV.

Skýrslan vinnur úr bókuðum fjárhagsfærslum í fjárhagsgögnum fyrirtækiseiningarinnar. Skýrslan sýnir einnig fjárhagslykla og altækar víddir sem settar hafa verið upp í einstökum fyrirtækjaeiningum með tilvísun í samstæðufyrirtækið. Þessir reikningar og víddir eru ekki í samstæðufyrirtækinu.

Valkostir

Reitur Lýsing

Upphafsdagsetning

Færa skal inn fyrstu dagsetningu þess tímabils þegar prófa á fyrirtækiseiningarfærslur. Ef reikningsár fyrirtækiseiningar er annað en hjá samsteypufyrirtækinu skal færa upphafs- og lokadagsetningar þess inn í töfluna Fyrirtækiseining.

Lokadagsetning

Færa skal inn síðustu dagsetningu þess tímabils þegar prófa á fyrirtækiseiningarfærslur. Ef reikningsár fyrirtækiseiningar er annað en hjá samsteypufyrirtækinu skal færa upphafs- og lokadagsetningar þess inn í töfluna Fyrirtækiseining.

Afrita víddir

Valdar eru víddirnar sem hafa á með í fullkláruðu samstæðufyrirtæki.

Ábending

Sjá einnig