Opnið gluggann Forði - Sundurliðun kostnaðar.

Sýnir innkaupsverð og samtölu beins kostnaðar fyrir sérhvern forða. Aðeins bókanir á notkun eru teknar með í þessari skýrslu. Hægt er að bóka forðanotkun í forðafærslubók eða verkfærslubók.

Skýrslan býr til hluta sem svara til forðafærslnanna. Eftir hvern hluta eru upphæðirnar lagðar saman við magnið og heildarkostnaðinn. Þessum upphæðum er safnað saman í lokaupphæð við lok skýrslu.

Hlutarnir eru búnir til samkvæmt reikningshæfri og óreikningshæfri notkun. Ef óreikningshæfar færslur hafa verið bókaðar verður þessi hluti sýndur fyrst, skipt niður eftir hverri mælieiningu.

Skýrslan sýnir efni eftirfarandi reita: Lýsing, Kóti vinnutegundar, Magn, Innkaupsverð og Samtals innkaupsverð.

Ábending

Sjá einnig